Þung umferð á þjóðvegunum

Þétt og þung umferð. Myndin er úr myndasafni og ekki …
Þétt og þung umferð. Myndin er úr myndasafni og ekki tekin í dag. Ómar Óskarsson

Umferð um þjóðvegina hefur verið töluvert þung eftir hádegið í dag enda löng fríhelgi framundan. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi hefur verið „þétt umferð“ í dag en heldur dró úr henni á sjöunda tímanum.

Lögreglan á Blönduósi sagði að mikil og þung umferð hafi verið þar í gegn í dag og lá straumurinn í báðar áttir. Sömu sögu sagði lögreglan á Selfossi en þar hafði verið talsverður umferðarþungi.

Umferðin hafði gengið áfallalaust að sögn fyrrgreindra lögregluembætta. Margir eru með vagna í eftirdragi og leggja með því lögreglunni lið við að halda ökuhraðanum niðri, eins og einn lögreglumaður benti á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka