Gífurlegur munur á verðinu hjá Fríhöfninni og ÁTVR

Þær gríðarlegu álögur sem lagðar eru á áfengi í verslunum ÁTVR koma glöggt í ljós þegar verðið er borið saman við uppgefið verð á vefsíðu Fríhafnarinnar.

Þannig kostar eins lítra flaska af Beefeater-gini, sem er 40% að styrkleika, 1.999 krónur í Fríhöfninni. Hjá tollstjóra fengust þær upplýsingar að áfengisgjald á flöskuna væri 4.070 kr., eða ríflega tvöfalt útsöluverð í Fríhöfninni. Sama áfengisgjald er lagt á Absolut vodka-flöskuna sem hér er valin af handahófi en í því tilviki er það 163% af útsöluverðinu í Fríhöfninni.

Heimabrugg færist í vöxt

Hann fullyrðir að áfengisgjaldið hafi þegar ýtt undir heimabrugg.

„Áfengisgjaldið er orðið það hátt að heimabrugg og smygl er orðið áberandi vandamál. Það þarf ekki annað en að horfa á sölutölur hjá ÁTVR en þær sýna að neysla á vodka hefur hrunið og margfalt á við aðra flokka. Það skýrist einfaldlega af því að heimabruggið er sú vara sem kemur í staðinn.“

Athygli vekur að í ársskýrslu ÁTVR fyrir síðasta ár fjallar Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, á opinskáan hátt um áhrif áfengisgjaldsins.

„Fyrir hrunið voru Íslendingar með fullar hendur fjár. Áfengisverð fylgdi ekki verðlagsþróun, varð sífellt ódýrara samhliða því að kaupmáttur almennings jókst, enda jókst salan hjá ÁTVR frá ári til árs. Góðu fréttirnar voru þær að við þessar aðstæður nenntu fáir að brugga og landi var nánast ófáanlegur. Nú virðist sem brugg og smygl sé farið af stað aftur.

Við þurfum því að vera sérstaklega á varðbergi og passa upp á unglingana okkar því unga fólkið er markhópur bruggaranna. Sölumenn þeirra spyrja ekki um lágmarksaldur,“ skrifar forstjórinn ÁTVR í varnaðarorðum. baldura@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka