Hlaupararnir komnir til Akureyrar

Komin til Akureyrar. Guðmundur Guðnason, Alma María Rögnvaldsdóttir, Signý Gunnarsdóttir …
Komin til Akureyrar. Guðmundur Guðnason, Alma María Rögnvaldsdóttir, Signý Gunnarsdóttir og Sveinn Benedikt Rögnvaldsson ásamt börnum sínum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fjórmenningarnir sem hlaupa nú hringinn í kringum landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum komu til Akureyrar í dag. Hópurinn hljóp 117 km í gær en  „aðeins“ 70 km í dag.

Það eru tvenn hjón sem hér um ræðir, Signý Gunnarsdóttir og Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, og Alma María Rögnvaldsdóttir og Guðmundur Guðnason. Þau komu til Akureyrar um þrjúleytið og beið þeirra töluverður fjöldi fólks á bensínstöð Olís við Tryggvabraut, þar á meðal fulltrúi Akureyrarbær sem færði þeim 50.000 króna gjöf í söfnunina.

 Á morgun liggur leið hópsins í Varmahlíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert