Ráðist inn í Dyrhólaey

Frá Dyrhólaey.
Frá Dyrhólaey. Jónas Erlendsson

Ráðist var inn í friðlandið á Dyrhólaey, aðfaranótt föstudagsins 10. júní, að sögn Þorsteins Gunnarssonar ábúanda á Vatnskarðshólum. Eyjan á að vera lokuð fyrir umferð til verndunar fuglalífs í eynni.

„Stórt og rammgert hlið, hliðstólpar og skilti ábúenda, upplýsingaskilti Umhverfisstofnunar og lokunarslár og umferðarmerki Vegagerðarinnar voru tekin upp og þeim stolið í skjóli nætur,“ segir í fréttatilkynningu frá Þorsteini.

„Friðlandið var skilið eftir opið fyrir umferð sem streymdi síðan inn á varplönd eynnar langt fram eftir degi. Starfsmenn ábúenda og sveitarfélagsins urðu síðar vitni að því að fyrrum lögreglumaður á svæðinu fjarlægði hlið og upplýsingaskilti sem sett höfðu verið upp til bráðabirgða.

Umhverfisstofnun var tilkynnt um málið þegar í stað að morgni föstudags en stofnunin vanrækti lengi vel að tilkynna málið til lögreglu. Þótt um augljós skemmdarverk og ógn við friðlýst svæði væri að ræða létu yfirmenn stofnunarinnar málið sig engu skipta fyrr en löngu eftir að skaðinn var skeður og ábúendur höfðu kært málið til lögregluyfirvalda.

Þegar lögreglumenn frá Hvolsvelli mættu á staðinn gátu þeir lítt aðhafst þar sem þeir höfðu ekki umboð Umhverfisstofnunar til að loka svæðinu auk þess sem stofnunin hafði vanrækt að taka formlega ákvörðun um framhald lokunar.“

Þorsteinn Gunnarsson bóndi á Vatnskarðshólum á lágeyju Dyrhólaeyjar. Myndin er …
Þorsteinn Gunnarsson bóndi á Vatnskarðshólum á lágeyju Dyrhólaeyjar. Myndin er úr myndasafni. Jónas Erlendsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert