Skessuhorn í vetrarbúningi

Pétur Davíðsson á Grund í Skorradal tók þessa mynd af …
Pétur Davíðsson á Grund í Skorradal tók þessa mynd af Skessuhorni í gær. Á sama tíma í fyrra var hornið svo til snjólaust. Ljósmynd/Pétur Davíðsson

Mikill munur er á snjóalögum í Skessuhorni í Skarðsheiði núna og á sama tíma í fyrra. Þá var hornið svo til snjólaust. Nú er það nánast í fullum vetrarskrúða.

Þetta sýna myndir sem Pétur Davíðsson, bóndi á Grund í Skorradal, tók af Skessuhorni í gær, annars vegar og 18. júní 2010 hins vegar. Lengi vel voru alltaf talsverðar snjófyrningar í norðanverðri Skarðsheiðinni en undanfarin ár hefur hún verið snjólítil að sumarlagi.

Spáð er kólnandi veðri norðaustanlands í vikunni og næturfrosti seinni hluta vikunnar. Því gæti haldið áfram að snjóa í fjöll fyrir norðan út vikuna.

Einna heitast verður á suðvestanverðu landinu, þar sem tveggja stafa hitatölur verða ráðandi, en einnig verður sæmilega hlýtt á Suðurlandi og í Húnavatnssýslum, samkvæmt spá frá vefsíðunni belgingur.is

Seinni hluta vikunnar verður einna kaldast á Tröllaskaga, við Eyjafjörð og í Norður-Þingeyjasýslu.

Á sumum svæðum lítur því út fyrir að sumarið haldið loksins lokainnreið sína í næstu viku, en að á öðrum svæðum geti orðið dálítil bið á því.

Svona leit Skessuhorn út þegar Pétur tók mynd af því …
Svona leit Skessuhorn út þegar Pétur tók mynd af því 18. júní í fyrra. Þá leysti snjóa tiltölulega snemma úr Skarðsheiði, enda engar fyrningar frá fyrri árum. Ljósmynd/Pétur Davíðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert