Skógur á Skeiðarársandi

Dæmi eru um meira en tveggja metra há birkitré á …
Dæmi eru um meira en tveggja metra há birkitré á sandinum. Mörk merkir skógur og leiðir nýi skógurinn hugann að Breiðamerkursandi í sömu sveit og ástæðu þeirrar nafngiftar. mbl.is/RAX

Sjálfsáinn birkiskógur er nú að vaxa upp á Skeiðarársandi. Hæstu trén eru á þriðja metra. Skógurinn er á 40-50 km2 svæði, aðallega ofan þjóðvegarins.

Heilmikil breyting hefur orðið á gróðri á undanförnum árum. Það er helst þakkað aukinni hlýnun, minna beitarálagi, aukinni skógrækt og landgræðslu. Hlýrra loftslag og minni beit vega þar þyngst. Greining á gervihnattamyndum sýnir að gróðurmagn landsins jókst um 50% frá árinu 1982 til ársins 2010. Aukingin var mest á vestan- og sunnanverðu landinu.

Birkiskógarnir tóku vel við sér þegar hlýnaði eftir 1990 og hafa þeir vaxið við skógarmörk um 500-800% meira á síðasta áratug en þeir gerðu í kringum 1970. Birkið er meira að segja að fikra sig upp fjöllin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka