Eldsneytið misdýrt í Evrópu

Eldsneytið er misdýrt eftir því hvar það er keypt í …
Eldsneytið er misdýrt eftir því hvar það er keypt í Evrópulöndum. Friðrik Tryggvason

Eldsneyti á bíla er mjög misdýrt í Evrópu. Dýrast er það í Noregi þar sem lítri af 95 oktana bensíni kostar 315,30 og dísil 292,55. Ódýrast er að tanka í Rússlandi þar sem 95 oktana bensín kostar 115,50 lítrinn og dísil kostar 106,80.

Þetta kemur fram á FDM, vef danskra bifreiðaeigenda. Þegar lægsta eldsneytisverð á höfuðborgarsvæðinu er umreiknað í danskar krónur, með gjaldeyrisreikni á viðskiptavef mbl.is kemur í ljós að lítri af 95 oktana bensíni hér kostar 10,40 danskar krónur og ódýrasti lítri af dísil kostar 10,55 danskar krónur. Það er í ódýrari kantinum þegar horft er til eldsneytisverðs á Norðurlöndunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert