Hjörvar Steinn Grétarsson, hinn ungi og efnilegi skákmaður, náði sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli í gær. Hjörvar teflir á alþjóðlegu skákmóti Búdapest í Ungverjaland.
Hjörvar hefur hlotið 5 vinninga í 7 skákum en í áfangann þarf 5 vinninga í 9 skákum. Í alþjóðlegan meistaratitil þarf 3 áfanga. Hjörvar er efstur 10 keppenda í efsta flokki mótsins.
Hjörvar hefur möguleika a að ná krækja sér í stórmeistaraáfanga en til þess þarf hann að vinna báðar skákirnar sem eftir eru en hann á eftir að mæta tveimur sterkum stórmeisturum.
Tveir aðrir ungir og efnilegir íslenskir skákmenn taka einnig þátt í mótinu en tefla ekki í jafn sterkum flokki og Hjörvar. Það eru þeir Daði Ómarsson og Nökkvi Sverrisson, segir í frétt frá Skáksambandi Íslands.