Fyrstu Icesave-lögin fallin brott

mbl.is / Hjörtur

Meðal þeirra lagafrumvarpa sem samþykkt voru á Alþing sl. föstudagskvöld var frumvarp þingflokks framsóknarmanna um brottfall fyrstu Icesave-laganna frá árinu 2009. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en fyrsti flutningsmaður þess var Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Lögin fólu í sér samþykki Alþingis á fyrstu samningunum sem gerður voru við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins með ákveðnum einhliða fyrirvörum af hálfu þingsins.

Til stóð að fella fyrstu Icesave-lögin brott með lögunum sem felld voru úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl sl. en af því varð ekki vegna niðurstöðu þjóðaratkvæðisins. Lögin hafa hins vegar nú verið felld úr gildi með sérstakri lagasetningu sem fyrr segir.

Ferill málsins á Alþingi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert