Risavaxið skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskipið Costa Pacifica við Skarfabryggju í dag.
Skemmtiferðaskipið Costa Pacifica við Skarfabryggju í dag. mbl.is/Ernir

Skemmtiferðaskipið Costa Pacifia lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík um kl. 9 í morgun. Skipið er skráð á Ítalíu og er eitt stærsta skipið sem heimsækir Ísland í sumar, en það er 114.500 brúttótonn að stærð.

Costa Pacifica er um 290 metra langt og 40 metrar á breidd. Þá eru þilförin 17 talsins, þar af 14 fyrir farþega.

Skipið er þriggja ára gamalt og tekur 3.780 farþega. Um 1.100 eru áhöfn skemmtiferðaskipsins, sem lætur úr höfn nú í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert