„Saga Framsóknarflokksins samofin kvótakerfinu“

Björn Valur Gíslason, lengst til vinstri, ásamt fleiri þingmönnum á …
Björn Valur Gíslason, lengst til vinstri, ásamt fleiri þingmönnum á Alþingi. mbl.is/Heiddi

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, segir að að það hafi komið glöggt fram í atkvæðagreiðslum um „litla“ sjávarútvegsfrumvarpið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sitt fjárhagslega bakland í sjávarútveginu. Þá segir hann að saga Framsóknarflokksins sé svo samofin kvótakerfinu að það „jafnast nánast á við að slíta pólitíska hjartað úr flokknum að breyta því.“ 

Þetta segir Björn í pistli á heimasíðu sinni. 

Þar segir hann að sjálfstæðismenn hafi varið óbreytt kerfi á þingi, lagst gegn öllum lagfæringum og ítrekað hótanir sínar um að berjast af hörku gegn öllum breytingum á lögunum.

Hann segir að frumvarpið sem Alþingi samþykkti hafi alls ekki verið lítið. Heldur hafi það falið í sér afgerandi stefnubreytingu í viðamiklum málum auk sanngjarnra leiðréttinga á auðsjánalegu óréttlæti og varði því leiðina inn í framtíðina.

Þá segir hann að Samfylkingin hafi ekki haft erindi sem erfiði í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn á þessum vettvangi.

„Það var því ekki fyrr en Vinstri græn komust til valda sem hreyfing kom á málin. En það þurfti meira til. Það þurfti konu að vestan til að berja þær breytingar í gegnum þingið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert