Betur fór en á horfðist þegar bifreið, sem var að bakka út úr bílastæði í Reykjanesbæ, ók á sjö ára stúlku. Að sögn lögreglu var stúlkan að hjóla fram hjá innkeyrslunni þegar bifreiðin rakst á hana, en ökumaðurinn sá ekki barnið.
Lögreglan á Suðurnesjum segir að stúlkan hafi ekki hlotið alvarleg meiðsl þegar hún féll í götuna. Hún hafi borið sig vel eftir atvikið en hún hruflaðist á hné og hlaut sár á ökkla.
Lögreglumenn urðu vitni að óhappinu sem átti sér stað um kl. 11 í morgun. Þeir létu móður stúlkunnar vita, sem flutti dóttur sína á slysadeild þar sem læknir skoðaði hana.
Að sögn lögreglu var stúlkan að hjóla með vinkonu sinni á gangstétt þegar óhappið varð. Vinkonuna sakaði ekki.
Þá segir lögreglan það mikla mildi að bifreiðin var ekki á mikilli ferð. Stúlkan var einnig ekki ferð.