Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sagði í erindi sínu á kirkjuþingi í morgun að hann harmi að hann sjálfur skuli hafa brugðist væntingum þeirra kvenna sem ásökuðu Ólafs Skúlason, fyrrverandi biskup, um kynferðisbrot. Sagði hann kirkjuna, á þessum tíma, hafa verið vanbúna að taka á slíkum málum.