Olíuleitarútboði hugsanlega frestað

Bjóða átti út sérleyfi til olíurannsókna á drekasvæði í sumar.
Bjóða átti út sérleyfi til olíurannsókna á drekasvæði í sumar.

Öðru útboði sér­leyfa til rann­sókna og vinnslu kol­vetn­is á Dreka­svæðinu sem fara átti fram á fram á tíma­bil­inu 1. ág­úst til 1. des­em­ber nk. verður hugs­an­lega frestað, þar sem Alþingi af­greiddi ekki nauðsyn­leg laga­frum­vörp. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Stöðvar 2.

Í frétt­inni sagði, að þó svo full samstaða hafi verið um frum­vörp­in hafi þau ekki ratað á for­gangslista rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Útboðið hef­ur að und­an­förnu verið kynnt er­lend­is og útboðsgögn miðuð við þær breyt­ing­ar sem gera átti með samþykkt frum­varp­anna. Því stang­ast gild­andi lög á við útboðsgögn­in og um það sé rætt að fresta útboðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert