Skriða hækkana vofir yfir

Innlendir framleiðendur undirbúa verðhækkanir á vörum.
Innlendir framleiðendur undirbúa verðhækkanir á vörum. mbl.is/Skapti

Innlendir framleiðendur undirbúa verðhækkanir á vörum sínum vegna nýafstaðinna kjarasamninga og þess kostnaðarauka sem leiðir af stöðugum hækkunum á hrávöruverði.

„Allir innlendir framleiðendur eru að hækka gjaldskrána hjá sér, einn, tveir og þrír. Þeir eru fljótir að velta launahækkunum út í verðskrána,“ segir Gísli Sigurbergsson, verðlagsstjóri hjá Fjarðarkaupum, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag og bætir við að nýgerðir kjarasamningar séu nefndir sem skýring hækkananna.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir undirliggjandi þörf fyrir hækkanir „á alla línuna“.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, óttast aukið atvinnuleysi og verðbólguskrið í haust takist ekki að örva fjárfestingu.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert