Snúið út úr afstöðu sjálfstæðismanna

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

„Afstaða manna til hins minna frum­varps seg­ir bara eitt. Það er hvort menn séu til­bún­ir að ana út í ein­hverj­ar vit­leys­is­breyt­ing­ar og van­hugsað flan, sem öll­um kem­ur illa,“ seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á heimasíðu sinni í dag um svo­nefnt minna frum­varp um breyt­ing­ar á stjórn fisk­veiða sem samþykkt var ný­verið með ýms­um breyt­ing­um.

Hann seg­ir að reynt hafi verið að snúa út úr af­stöðu sjálf­stæðismanna til frum­varps­ins og látið í það skína að afstaða til þess væri mæli­kv­arði á það hvort vilji væri til þess að breyta fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu eða ekki. Seg­ir hann að sjálf­stæðis­menn hafi beitt sér fyr­ir ýms­um breyt­ing­um í þeim efn­um í gegn­um tíðina og meðal ann­ars komið á auðlinda­gjaldi á sín­um tíma.

„Nú er hins veg­ar verið að veikja grunn fisk­veiðistjórn­ar­kerf­is­ins. Gera það síður tækt sem aflvaka hag­vaxt­ar og bættra lífs­kjara. Það er verið veikja ein­yrkj­ana, hamla fjár­fest­ing­um nýrra sem gró­inna aðila inn­an grein­ar­inn­ar og gera hana lítt eft­ir­sókn­ar­verða sem starfs­vett­vang, sem er stóral­var­legt mál í ljósi þess að hún er víða á lands­byggðinni helsti starfs­vett­vang­ur íbú­anna,“ seg­ir Ein­ar.

Heimasíða Ein­ars K. Guðfinns­son­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert