Stórfenglegir fossar í klettabelti innst á Morsárjökli

Fossarnir í klettabeltinu innst á Morsárjökli.
Fossarnir í klettabeltinu innst á Morsárjökli. mbl.is/Jón Viðar Sigurðsson

Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur, Guðmundur Ögmundsson, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli, og Unnur Jónsdóttir, landvörður á Lónsöræfum, fóru inn á Morsárjökul til reglubundinna mælinga á skriðuhlaupi síðasta sunnudag.

Í klettabeltinu í hvelfingunni innst á Morsárjökli voru stórfenglegir fossar sem Jón Viðar hafði lengi grunað að væru hærri en Glymur, en hann hefur verið talinn hæsti foss landsins hingað til.

Eftir einfalda hornamælingu kom í ljós að hæð hæsta fossins er 228 m eða um 30 m hærri en Glymur. Líklegt er að fossinn sé enn hærri, jafnvel yfir 250 m þar sem hann hverfur bak við fönn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert