Traust eykst á flest nema Alþingi

Alþingishúsið
Alþingishúsið mbl.is / Hjörtur

Traust nemenda framhaldskóla hefur aukist á kirkjunni, dómstólum og lögreglu á milli áranna 2004 og 2010. Hins vegar hefur traust á Alþingi minnkað á sama tímabili. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar.

Í tilkynningu frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins er á það bent að traust á lögregluna hefur aukist mikið á umræddu tímabili og bera 80% stráka og stelpna mikið traust til lögreglunnar. Það hlutfall var 54% hjá strákum árið 2004 og 67,6% hjá stúlkum.

Athyglisvert er að traust á Alþingi minnkar töluvert. Í ár bera um 36,6% stráka mikið traust til Alþingis en hlutfallið var 42,5% árið 2004. Aðeins um þriðjungur stúlkna í framhaldsskólum landsins bera mikið traust til Alþingis en hlutfalið var 44% árið 2004.

Þá er einnig vert að geta þess að hlutfall þeirra sem bera mikið traust til kirkjunnar hefur aukist hjá báðum kynjum. Nú bera 54,7% stráka mikið traust til kirkjunnar en voru 49% árið 2004. Það ár báru 55,7% stúlkna mikið traust til kirkjunnar en það hlutfall hækkaði upp í 60% á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert