„Við vorum vanbúin“

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, á kirkjuþingi í morgun.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, á kirkjuþingi í morgun. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segist aldrei hafa ætlað að valda neinum skaða eða þagga nokkuð niður í tengslum við ásakanir á hendur Ólafi Skúlasyni, forvera hans á biskupsstóli, um kynferðisbrot. Sagði hann þjóðkirkjuna hafa verið vanbúna að taka á slíkummálum þegar það kom upp árið 1996. Þetta kom fram í ræðu hans á kirkjuþingi sem nú fer fram í Grensáskirkju. 

Gerðar eru ýmsar athugasemdir við framgöngu Karls í skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings um málið sem birt var sl. föstudag. Meðal annars að hann hafi staðið að stuðningsyfirlýsingu við Ólaf innan kirkjuráðs í mars 1996 en daginn eftir reynt að miðla málum á milli hans og kvenna sem ásakað höfðu hann fyrir kynferðisbrot.

Karl sagðist ekki ætla að ræða á kirkjuþingi um einstakar athugasemdir sem gerðar væru við framgöngu hans í skýrslunni og ræddi málið þess í stað á almennum forsendum. Hann tók þó fram að hann harmaði framgöngu sína í málinu. Sagði hann að kynferðisofbeldi ætti aldrei að líða innan þjóðkirkjunnar og að koma þyrfti í veg fyrir með öllum ráðum að slík mál gæti komið upp aftur innan hennar.

Sagðist Karl hafa beðið þær konur sem ásakað hefðu Ólaf Skúlason afsökunar persónulega og fyrir hönd þjóðkirkjunnar.

Karl Sigurbjörnsson, biskup.
Karl Sigurbjörnsson, biskup. mbl.is/Ómar
Frá kirkjuþingi í morgun
Frá kirkjuþingi í morgun mbl.is/Sigurgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka