Ríkisendurskoðun telur óviðunandi að ráðuneytin vinni samkvæmt útrunnum rekstrar- og þjónustusamningum. Stofnunin segir mikilvæg að samningarnir verði endurnýjaðir sem fyrst og eldri samningar gerðir upp. 28% allra skuldbindandi samninga sem ráðuneytin hafi gert er útrunnir.
Þá þurfi ráðuneytin að tryggja að Ríkisendurskoðun berist ávallt afrit rekstrar- og þjónustusamninga og ársreikninga sem tengjast þeim.
Ríkisendurskoðun segir að 28% allra skuldbindandi rekstrar- og þjónustusamninga sem ráðuneytin hafi gert séu útrunnir. Samtals nemi skuldbindingar ríkisins vegna þeirra um 33 milljörðum króna á tímabilinu 2011–14.
Segir að á þessu ári muni samtals tæplega 40 milljarðar króna renna úr ríkissjóði til ýmissa verkefna sem samtök, einakaðilar eða sveitarfélög sinni samkvæmt svokölluðum skuldbindandi rekstrar- og þjónustusamningum við ráðuneytin.
„Af samtals 116 slíkum samningum eru 33 nú útrunnir, þ.e. um
28%, þótt haldið sé áfram að starfa og greiða samkvæmt þeim. Um er að
ræða samninga sem heyra undir fjögur ráðuneyti: mennta- og
menningarmála-, innanríkis-, velferðar- og utanríkisráðuneyti. Samningar
annarra ráðuneyta eru enn í gildi. Alls nema skuldbindingar ríkisins
vegna útrunninna samninga um 33 milljörðum króna á tímabilinu 2011–14,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar.
„Mennta- og menningarmálaráðuneyti sker sig úr vegna fjölda útrunninna samninga en 26 af samtals 44 samningum þess eru útrunnir eða tæp 60%. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu vinnur það nú að endurnýjun þessara samninga,“ segir ennfremur.