Flyst hæsti foss landsins búferlum?

Fossarnir í klettabeltinu innst á Morsárjökli.
Fossarnir í klettabeltinu innst á Morsárjökli. mbl.is/Jón Viðar Sigurðsson

Við óform­leg­ar mæl­ing­ar á foss­um síðastliðinn sunnu­dag kom ljós að Glym­ur, sem löng­um hef­ur verið tal­inn hæsti foss lands­ins, sé senni­lega að missa stöðu sína sem slík­ur. Er talið að foss­inn sem mæld­ur var við Morsár­jök­ul sé ívið hærri en talið er að mun­ur­inn sé um 30 metr­ar.

Eins og Morg­un­blaðið greindi frá á forsíðu í gær, fóru Jón Viðar Sig­urðsson jarðfræðing­ur, Guðmund­ur Ögmunds­son, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Skafta­felli, og Unn­ur Jóns­dótt­ir, land­vörður á Lóns­ör­æf­um, til reglu­bund­inna mæl­inga á skriðuhlaupi í Morsár­jökli síðasta sunnu­dag. Í kjöl­farið ákvað Jón Viðar að gera ein­falda horna­mæl­ingu á hæð foss­anna sem sáust í kletta­belt­inu, en Jón hafði orðið var við þá áður og grunaði hann sterk­lega að þarna væri um að ræða hæstu fossa lands­ins.Við mæl­ing­una kom í ljós að einn foss­inn er um 228 m á hæð, en Glym­ur sem áður hafði verið tal­inn hæst­ur fossa hér á landi er ein­ung­is 198 metr­ar.

Ef rétt reyn­ist mun Vatna­jök­ulsþjóðgarður ekki ein­ung­is skarta stærsta jökli lands­ins og hæsta tindi lands­ins held­ur einnig hæsta fossi lands­ins.

Verklag Land­mæl­inga

Sýni­leg­ur frá 2007

Að sögn Þórðar H. Ólafs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Vatna­jök­ulsþjóðgarðs, mun hann hafa sam­band við Land­mæl­ing­ar við fyrsta tæki­færi og biðja um mæl­ingu á foss­in­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert