Hálendið enn lokað fyrir umferð

Allur akstur er bannaður á nær öllum hálendisvegum vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. Þeir sem ætla að leggja leið sína upp á hálendið eru beðnir að kynna sér hvar umferð er leyfð áður en lagt er af stað, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Í dag er fyrirhugað að vinna við malbikun frá Hafnarfjarðarvegi upp rampa að Digranesvegi. Malbikunin mun hefjast á milli kl. 9 og 10, og á henni að vera lokið síðdegis í dag. Lokanir verða meðan á framkvæmdum stendur og verður tímabundin truflun á umferð.

Vegagerðin og Reykjanesbær byggja undirgöng, fyrir gangandi og hestamenn, undir Reykjanesbraut við Grænás í Reykjanesbæ. Umferð er beint um hjáleið en gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í september.

Vinna stendur yfir við annan áfanga af tvöföldun Hringvegar (Vesturlandsvegar) í Mosfellsbæ. Unnið er á kaflanum milli Álafossvegar og Þingvallavegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert