Herkynningar verði bannaðar

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn

Menntamálaráðherra vill að herkynningar í framhaldsskólum landsins verði  bannaðar. Skólastjórnendur eiga von á bréfi þess efnis frá ráðuneytinu á næstu dögum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að íslenskur fulltrúi norska hersins hélt kynningu á verkfræðinámi hersins og herskyldu sem fylgir náminu í þremur framhaldsskólum í Reykjavík. Hafi þeim einnig verið tekið vel af nemendum og látnar óátaldar af skólastjórnendum.

Svandísi Svavarsdóttur, menntamálaráðherra, í fjarveru Katrínar Jakobsdóttur, líst illa á herkynningar af þessu tagi og hyggst taka fyrir þær. Á næstu dögum verður sent út bréf þess efnis og mælst til þess að erlendir herskólar fái ekki að kynna námsframboð sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert