Nýir bændur fengu býflugur frá Álandseyjum

Býflugnabændur taka við kössum sínum.
Býflugnabændur taka við kössum sínum. mbl.is/Ernir

Býflugnabændur, 37 að tölu, tóku á móti býflugnakössunum sínum í Elliðahvammi í gær en 30 þeirra eru nýliðar í faginu. Helmingur nýju bændanna er konur og margir stunda tómstundabúskap.

Fimm býflugnabændur fóru til Álandseyja í Finnlandi og komu í gær með 64 býflugnakassa. Í hverjum kassa eru um 15.000 flugur og ein drottning. Egill Rafn Sigurgeirsson hefur verið í býflugnarækt síðan 1988, fyrst í Svíþjóð en á Íslandi frá 1998.

Flugurnar frá Álandseyjum segir Egill vera ótrúlega gæfar og ekki þurfi að nota hanska eða býflugnaslæðu þó að byrjendur kjósi gjarnan að nota það í fyrstu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert