Samþykkt var á Alþingi með 47 samhljóða atkvæðum þingsályktunartillögu um að stofna prófessorsstöðu tengda nafni Jóns Sigurðssonar, forseta, þjóðhetju Íslendinga, við Háskóla Íslands. Einn greiddi ekki atkvæði.
Til prófessorsstöðunnar verður stofnað í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns 17. júní í ár. Gert er ráð fyrir að prófessorsstaðan verði með aðstöðu á Vestfjörðum, heimaslóðum Jóns.
Í framhaldi af atkvæðagreiðslunni hélt Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræðu og frestaði fundum Alþingis.