Sárafá lögleg reiðhjól til sölu

Reiðhjól sem uppfyllir ekki reglugerðina, þar sem á það vantar …
Reiðhjól sem uppfyllir ekki reglugerðina, þar sem á það vantar bjöllu. mbl.is

Aðeins 2,1% nýrra reiðhjóla til sölu á höfuðborgarsvæðinu uppfylltu reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla, samkvæmt nýlegri könnun Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna. Í frétt á vef félagsins kemur fram að enginn hafi það hlutverk að kanna hvort lögleg reiðhjól séu seld.

Af þeim 97,9% reiðhjóla sem ekki uppfylla reglugerðina voru flest án bjöllu eða lás vantaði. Ef lásinn er undanskilinn hækkar hlutfall löglegra reiðhjóla upp í 24%.

Þá segir stjórn Brautarinnar að áhyggjuefni sé, að jafn sjálfsagðan búnað og bremsur skuli vanta á tæp níu prósent reiðhjóla, en í reglugerðinni segir að bremsur eigi að vera bæði á aftur- og framhjóli.

Raunar er það tekið fram að skekkt geti myndina, að keppnishjól og reiðhjól notuð í jaðarsporti falli undir sömu reglugerð og hefðbundin reiðhjól. Mörg þeirra hafi ekki löglegan búnað. Því sé þörf á að endurskoða reglugerðina um gerð og búnað reiðhjóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert