Segir íslenskt háskólafólk of einsleitt

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is / Kristinn Ingvarsson

„Háskólafólk er alltof einsleitur hópur á Íslandi!“ segir Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, á Facebook-síðu sinni í dag. Hún segist hafa rætt í gær við spænskan hagfræðing um fjármálakreppuna í Evrópu. Hann hafi verið búinn að ræða við marga í háskólageiranum hér á landi en ekki hitt neinn sem greitt hefði atkvæði gegn Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðinu í apríl.

„Spænski hagfræðingurinn ljómaði þegar ég sagðist hafa greitt atkvæði gegn Icesave, þar sem hann var orðinn úrkula vonar um að hitta einhvern fyrir utan leigubílstjóra sem hafði haft þessa afstöðu,“ segir Lilja.

Facebook-síða Lilju Mósesdóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert