57,3% segjast andvíg ESB aðild

Reuters

Niður­stöður könn­un­ar sem gerð var af Capacent Gallup fyr­ir Heims­sýn sýna að þjóðin er af­ger­andi and­víg aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Þegar litið er til þeirra er tóku af­stöðu með eða á móti aðild, segj­ast 57,3 pró­sent aðspurðra vera and­víg aðild lands­ins að Evr­ópu­sam­band­inu en 42,7 pró­sent eru fylgj­andi.

Könn­un­in bygg­ir á svör­um 589 ein­stak­linga og var spurt „ertu hlynnt(ur) eða and­víg(ur) aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB)?“

Eft­ir­far­andi er heild­ar­skipt­ing svara. Þeir sem segj­ast vera al­farið, mjög eða frek­ar and­víg aðild eru 50,1 pró­sent. Þeir sem eru hvorki hlynnt­ir né and­víg­ir aðild eru 12,6 pró­sent og 37,3 pró­sent segj­ast vera al­farið, mjög eða frek­ar hlynnt aðild.

Könn­un­in mældi viðhorf til aðild­ar á tíma­bil­inu mars til júní.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert