57,3% segjast andvíg ESB aðild

Reuters

Niðurstöður könnunar sem gerð var af Capacent Gallup fyrir Heimssýn sýna að þjóðin er afgerandi andvíg aðild að Evrópusambandinu. Þegar litið er til þeirra er tóku afstöðu með eða á móti aðild, segjast 57,3 prósent aðspurðra vera andvíg aðild landsins að Evrópusambandinu en 42,7 prósent eru fylgjandi.

Könnunin byggir á svörum 589 einstaklinga og var spurt „ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?“

Eftirfarandi er heildarskipting svara. Þeir sem segjast vera alfarið, mjög eða frekar andvíg aðild eru 50,1 prósent. Þeir sem eru hvorki hlynntir né andvígir aðild eru 12,6 prósent og 37,3 prósent segjast vera alfarið, mjög eða frekar hlynnt aðild.

Könnunin mældi viðhorf til aðildar á tímabilinu mars til júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert