Einskis svifist til þess að ná fram sakfellingu

Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra. Rax / Ragnar Axelsson

„Einbeittur vilji meirihluta þingmanna til að ná sér niðri á Geir H. Haarde og Sjálfstæðisflokknum er slíkur að líklegt er að ekki verður neins svifist til að ná fram sakfellingu,“ segir Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, á heimasíðu sinni í gærkvöldi og telur ekki rétt að útiloka að Alþingi eigi eftir að hafa frekari afskipti af dómsmálinu en þegar er orðið.

Björn segist ennfremur efast um að þeir lögfræðingar sem unnu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu, þeir Páll Hreinsson hæstaréttardómari og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hafi talið skýrsluna „hæfilegt skjal að baki ákvörðunar um ákæru“ fyrir Landsdómi.

Þá segir Björn að ákæran á hendur Geir Haarde kolfalli „í samanburði við kröfur dómara til efni ákæru í Baugsmálinu.“ Hann veltir síðan upp þeirri spurningu hvort Landsdómur telji sig bundinn af fordæmum sem Hæstiréttur hafi sett. Það eigi eftir að koma í ljós.

Heimasíða Björns Bjarnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert