Keyptu skútu fyrir fermingarpeningana

Ungir skútueigendur: Hákon Jónsson, Albert Jónsson, Kolmar Halldórsson og Guðmundur …
Ungir skútueigendur: Hákon Jónsson, Albert Jónsson, Kolmar Halldórsson og Guðmundur Sigurvin Bjarnason mbl.is/Helgi Bjarnason

„Við erum að spá í hvert við getum farið á henni,“ segir ungur skútueigandi á Ísafirði. Þrír fjórtán ára strákar og einn fimmtán ára hafa keypt sér skútu í félagi og eru að lagfæra hana fyrir sumarið. Markmiðið er að geta siglt inn í Seyðisfjörð og tekið þátt í siglingaævintýri sem þar er um verslunarmannahelgina.

Strákarnir hafa allir tekið mikinn þátt í starfi siglingaklúbbsins Sæfara og sótt námskeið á vegum hans og sumir þeirra eru aldir upp við sportið.

Reynsla

„Við vorum að spá í hvað skútan Tópas kostaði. Pabbi Kolmars sagði að Tópas kostaði örugglega krónu en hann væri ekki til sölu,“ segir Hákon um tildrög þess að þeir fóru að hugsa um skútukaup. Halldór Sveinbjörnsson, faðir Kolmars, benti þeim á skútu sem væri til sölu og þeir ákváðu að nota fermingarpeningana og aðra fjármuni sem þeir áttu í banka til að festa kaup á skútunni sem þeir nefna nú Lipurtá.

Foreldrarnir tóku vel í málið og hafa stutt þá dyggilega. „Mínum foreldrum fannst þetta besta hugmyndin sem ég gæti fengið, “ segir einn. „Frænka mín sagði að ég ætti að safna mér fyrir bíl, nota fermingarpeningana í það,“ segir annar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert