Margir vilja nema á Bifröst

Háskólinn á Bifröst.
Háskólinn á Bifröst.

Mikil aukning varð í fjölda umsókna um nám við Háskólann á Bifröst næsta vetur frá síðasta ári eða rúmlega 40%  í staðnám í grunnnámi (viðskiptafræði, viðskiptalögfræði og HHS).  Þá var rúmlega 30% aukning frá síðasta ári í umsóknum að frumgreinanámi við skólann.

Bryndís Hlöðversdóttir rektor segir í fréttatilkynningu að næsta skólaár líti vel út. „Það lítur út fyrir verulega aukinn fjölda staðnema hér í háskólaþorpinu og það er margt spennandi í pípunum hjá okkur. Háskólinn er að vinna að því að setja sér sjálfbærnimarkmið, sem felast m.a. í aukinni áherslu á umhverfismál í háskólaþorpinu, góða stjórnarhætti og aukna samfélagsábyrgð sem gegnumgangandi áherslur í námsframboði skólans. Háskólar um allan heim eru í vaxandi mæli að setja sér slík markmið og axla þannig ábyrgð sína á því að mennta helstu stjórnendur framtíðarinnar," er haft eftir Bryndísi í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka