Sálin hátt á lofti

Bubbi Morthens söng af innlifun í Hofi í kvöld.
Bubbi Morthens söng af innlifun í Hofi í kvöld. mbl.is/Skapti

Húsfyllir var og gríðargóð stemning á útgáfutónleikum Bubba Morthens og Sólskugganna í Hofi á Akureyri í kvöld. Þar kynntu Bubbi og félagar plötuna Ég trúi á þig, sem nýlega kom út en á henni fetar hópurinn vegi sálartónlistarinnar.

Sólskuggana skipa gítarleikarinn Börkur Hrafn Birgisson, Daði bróðir hans sem leikur á hljómborð og raddar, Ingi Björn Ingason bassaleikari og Kristinn Snær Agnarsson trommari.

Með Sólskuggunum léku Jóel Pálsson á tenórsaxófón, Ari Bragi Kárason á trompet og Ragnar Árni Ágústson á baritonsaxófón. Með Bubba sungu Rósa Guðrún Sveinsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir, en sú síðarnefnda söng allar raddir á plötunni. Þessi mikla söngdíva flutti líka í kvöld eitt magnað blúslag og fór á kostum. Bjarki Sigurðsson raddaði líka í lögunum og greip í gítarinn.

Þá er að geta þess að Gréta Morthens, dóttir Bubba, söng eitt lag með föður sínum. Var listamönnunum fagnað vel og innilega í lok tónleikanna, sem voru sendir beint út á Rás 2.

Bubbi í Hofi í kvöld.
Bubbi í Hofi í kvöld. mbl.is/Skapti
Gréta Morthens, dóttir Bubba, söng eitt lag með föður sínum …
Gréta Morthens, dóttir Bubba, söng eitt lag með föður sínum í kvöld. mbl.is/Skapti
Rósa Guðrún Sveinsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir sungu með Bubba. Kristjana, …
Rósa Guðrún Sveinsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir sungu með Bubba. Kristjana, til hægri, fór líka á kostum í blúslagi sem hún söng ein. mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert