Draumur Jóns um stjórnarskrá

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti ræðu á Austurvelli í dag
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti ræðu á Austurvelli í dag mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í dag að eitt af stóru verkefnunum sem bíði er að móta nýja stjórnarskrá lýðveldisins. Þar rætist draumur Jóns Sigurðssonar um stjórnarskrá fólksins.

Hún segir að Íslendingar eigi að vera stoltir af góðri menntun unga fólksins og stolt af því samfélagi sem mótast hefur í tímans rás. 

Hún sagði að þeir sem eldri eru muni þær þrengingar sem íslenska þjóðin hefur gengið í gegnum undanfarna áratugi. Dýpsta lægðin sé hins vegar sú sem nýverið hefur gengið yfir landið.

Jóhanna segir að Íslendingar hafi möguleika til þess í kjölfar efnahagshrunsins að byggja upp réttlátara þjóðfélag þar sem jöfnuður ríkir.

Hún segir að Íslendingar hafi villst af leið um tíma en hún trúi því að þjóðin rati aftur rétta leið þar sem jöfnuður ríki og að ójöfnuður sem hér hafi verið á síðasta áratug sé að baki.

Ræða Jóhönnu í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka