„Ekki lagt á herðar einnar atvinnugreinar“

Togarinn Guðmundur í Nesi RE 13. Úr myndsafni.
Togarinn Guðmundur í Nesi RE 13. Úr myndsafni. mbl.is

„Með frumvarpinu er sjávarútvegnum fært það hlutverk að takast á við staðbundin vandamál í byggðaþróun á Íslandi. Á þann hátt er dregið úr rekstrarlegri hagkvæmni greinarinnar og þar með samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum mörkuðum,“ segir m.a. í greinargerð sérfræðihóps sem skipaður var til þess að meta hagræn áhrif frumvarps ríkisstjórnarinnar til nýrra laga um stjórn fiskveiða.

Í greinargerðinni segir að slíkt muni leiða til þess að veikja stöðu sjávarútvegs sem atvinnugreinar og draga úr möguleikum hans til þess að skila arði inn í þjóðarbúið. „Kostnaður við slíka aðferðafræði er óljós og ferlið ógagnsætt,“ segir í greinargerðinni.

Tekið er fram að með því sé ekki verið að gera lítið úr vanda þeirra sjávarbyggða sem misst hafi frá sér veiðiheimildir, atvinna dregist saman og fólksfækkun orðið.

„Það er pólitísk ákvörðun hvernig almannavaldið eigi að bregðast við slíkri staðbundinni þróun í einstökum byggðarlögum. Ef pólitískur meirihluti er fyrir því að grípa til aðgerða til varnar þeim byggðarlögum sem eiga undir högg að sækja vegna fólksfækkunar þá er eðlilegt að það sé gert á samfélagslegum grunni en ekki lagt á herðar einnar atvinnugreinar,“ segir í greinargerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka