„Önnur barátta en ég þekki“

Sigursteinn ásamt eiginkonu sinni, Önnu Elínu Daníelsdóttur og börnum: Magnúsi …
Sigursteinn ásamt eiginkonu sinni, Önnu Elínu Daníelsdóttur og börnum: Magnúsi Sveini, Unni Elínu og Teiti Leó. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Eft­ir af­burðaíþrótta­fer­il glím­ir Sig­ur­steinn Gísla­son nú við erfitt krabba­mein. Knatt­spyrnukapp­inn sem níu sinn­um varð Íslands­meist­ari greind­ist í síðasta mánuði með krabba­mein í nýr­um og lung­um og heyr nú mestu bar­áttu lífs síns.

„Ég ætla að tak­ast á við þetta af æðru­leysi, reyni að vera já­kvæður og nýta mér það sem íþrótt­irn­ar hafa kennt mér. Þetta er dauðans al­vara eins og ein­hver sagði og önn­ur bar­átta en ég þekki. Þessi leik­ur verður lang­ur og strang­ur, en ég ætla að vinna hann eins og svo marga á ferl­in­um,“ seg­ir Sig­ur­steinn, sem verður 43 ára eft­ir viku.

 Föstu­dag­inn þrett­ánda

Eft­ir helg­ina fékk ég svo að vita að um nýrnakrabba­mein væri að ræða. Móðuræxlið var í vinstra nýra og hafði dreift sér í bæði lungu og hægra nýrað. Það fylgdi upp­lýs­ing­un­um að meinið væri í raun ólækn­an­legt, en hægt væri að reyna að halda því niðri með lyfja­gjöf. Fyrsta ákvörðun var að taka vinstra nýrað. Það var gert fyr­ir tveim­ur vik­um og sú aðgerð tókst vel. Nú þarf ég að jafna mig áður en ég byrja í lyfjameðferðinni.“

Gömlu vin­irn­ir blása til sókn­ar

Á morg­un, laug­ar­dag, hafa vin­ir Sig­ur­steins blásið til „Meist­ara­leiks Steina Gísla“ á Akra­nesi. Þar mæt­ast sam­herj­ar hans úr meist­araliðum ÍA og KR klukk­an 17.15 og verður þar mörg kemp­an á ferð. „Þeir eru al­deil­is bún­ir að blása til sókn­ar gömlu vin­irn­ir í þess­um fé­lög­um,“ seg­ir Sig­ur­steinn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert