„Önnur barátta en ég þekki“

Sigursteinn ásamt eiginkonu sinni, Önnu Elínu Daníelsdóttur og börnum: Magnúsi …
Sigursteinn ásamt eiginkonu sinni, Önnu Elínu Daníelsdóttur og börnum: Magnúsi Sveini, Unni Elínu og Teiti Leó. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Eftir afburðaíþróttaferil glímir Sigursteinn Gíslason nú við erfitt krabbamein. Knattspyrnukappinn sem níu sinnum varð Íslandsmeistari greindist í síðasta mánuði með krabbamein í nýrum og lungum og heyr nú mestu baráttu lífs síns.

„Ég ætla að takast á við þetta af æðruleysi, reyni að vera jákvæður og nýta mér það sem íþróttirnar hafa kennt mér. Þetta er dauðans alvara eins og einhver sagði og önnur barátta en ég þekki. Þessi leikur verður langur og strangur, en ég ætla að vinna hann eins og svo marga á ferlinum,“ segir Sigursteinn, sem verður 43 ára eftir viku.

 Föstudaginn þrettánda

Eftir helgina fékk ég svo að vita að um nýrnakrabbamein væri að ræða. Móðuræxlið var í vinstra nýra og hafði dreift sér í bæði lungu og hægra nýrað. Það fylgdi upplýsingunum að meinið væri í raun ólæknanlegt, en hægt væri að reyna að halda því niðri með lyfjagjöf. Fyrsta ákvörðun var að taka vinstra nýrað. Það var gert fyrir tveimur vikum og sú aðgerð tókst vel. Nú þarf ég að jafna mig áður en ég byrja í lyfjameðferðinni.“

Gömlu vinirnir blása til sóknar

Á morgun, laugardag, hafa vinir Sigursteins blásið til „Meistaraleiks Steina Gísla“ á Akranesi. Þar mætast samherjar hans úr meistaraliðum ÍA og KR klukkan 17.15 og verður þar mörg kempan á ferð. „Þeir eru aldeilis búnir að blása til sóknar gömlu vinirnir í þessum félögum,“ segir Sigursteinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert