Fjölbreytt dagskrá á 17. júní í Reykjavík

Hátíðarhöldin á Austurvelli undirbúin í morgun.
Hátíðarhöldin á Austurvelli undirbúin í morgun. mbl.is / Ernir Eyjólfsson

Dagskrá 17. júní í Reykjavík hófst rétt fyrir klukkan tíu í morgun með samhljómi kirkjuklukkna í höfuðborginni og því næst guðþjónustu í Dómkirkjunni. Klukkan 11:10 hefst síðan hátíðardagskrá á Austurvelli á vegum Reykjavíkurborgar og Alþingis með ávarpi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

Klukkan tólf á hádegi hefst skrúðganga frá Austurvelli að kirkjugarðinum við Suðurgötu þar sem forseti borgarstjórnar, Elsa Hrafnhildur Yeoman, mun  leggja blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar, forseta. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur undir stjórn Lárusar Grímssonar.

Eftir klukkan 13:00 verður síðan fjölbreytt dagskrá víða í miðborginni fyrir alla fjölskylduna þar sem meðal annars verður boðið upp á leiktæki, glímusýningu, sýningu á fallhlífarstökki, Brúðubílinn, götuleikhús, trukkadrátt og sýningu á vegum Fornbílaklúbbs Íslands svo aðeins fátt eitt sé nefnt til sögunnar úr viðamikilli og fjölbreyttri dagskrá.

Dagskrá 17. í Reykjavík í heild

Hátíðarhöld vegna 17. júní 2011 að hefjast.
Hátíðarhöld vegna 17. júní 2011 að hefjast. mbl.is / Ernir Eyjólfsson
Hátíðarhöld vegna 17. júní 2011 að hefjast.
Hátíðarhöld vegna 17. júní 2011 að hefjast. mbl.is / Ernir Eyjólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert