„Frumvarpið fær falleinkunn"

Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ seg­ir að frum­varp um breyt­ing­ar á stjórn fisk­veiða fái fall­ein­kunn í út­tekt sem hóp­ur sér­fræðinga hef­ur unnið fyr­ir land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið.

„Þetta frum­varp er ekki aðeins stórskaðlegt ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og öll­um sem við hann starfa held­ur efna­hag þjóðar­inn­ar í heild. Frum­varpið fær fall­ein­kunn í þess­ari hag­fræðiút­tekt. Öllum hlýt­ur að vera orðið ljóst að draga þarf frum­varpið til baka og hefja vandaða vinnu við und­ir­bún­ing að gerð frum­varps um breyt­ing­ar á lög­um um stjórn fisk­veiða með aðkomu full­trúa allra þeirra sem í sjáv­ar­út­vegi starfa," seg­ir Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, á vef sam­bands­ins.

Í grein­ar­gerðinni er einnig fjallað um áhrif frum­varps­ins á lán­veit­end­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna og þau sögð veru­leg. Þar seg­ir: „Í ljósi þess að lán­veit­ing­ar til sjáv­ar­út­vegs eru að stór­um hluta í eigu banka í op­in­berri eigu er því ljóst að af­leiðing­arn­ar munu bitna á skatt­greiðend­um með bein­um hætti fari áhrif þeirra um­fram getu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna til að taka þær á sig."

Þar er enn­frem­ur rakið, að á und­an­gengn­um ára­tug­um hafi sí­fellt fleiri ríki tekið upp stjórn­kerfi sem grund­vall­ast á nýt­ing­ar­rétti. „Afla­marks­kerfi hafa því verið for­senda fyr­ir betri nýt­ingu á auðlind­um sjáv­ar."   
Varað við breyt­ing­um

Í grein­ar­gerðinni, eru sett­ir fyr­ir­var­ar við marga þætti frum­varps­ins og jafn­vel varað við þeim: „Sér­fræðihóp­ur­inn var­ar við breyt­ing­um á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu sem tak­marka getu fyr­ir­tækj­anna til að nýta sér tæki­færi á markaði eða draga úr hvöt­um til lang­tíma­hugs­un­ar í skipu­lagi veiða og vinnslu. Á þetta jafnt við um strand­veiðar, byggðakvóta, tak­mark­an­ir á framsali afla­heim­ilda og regl­ur um aðgengi að leigu­hluta."

Vikið er að byggðaþróun í grein­ar­gerðinni: „Ef póli­tísk­ur meiri­hluti er fyr­ir því að grípa til aðgerða til varn­ar þeim byggðarlög­um sem eiga und­ir högg að sækja vegna fólks­fækk­un­ar þá er eðli­legt að það sé gert á sam­fé­lags­leg­um grunni en ekki lagt á herðar einn­ar at­vinnu­grein­ar."

Um lengd samn­ings­tíma seg­ir í grein­ar­gerðinni: „Sér­fræðihóp­ur­inn tel­ur út­hlut­un­ar­tím­ann sam­kvæmt frum­varp­inu mjög skamm­an og að óviss­an um fram­leng­ingu, bæði eft­ir 15 og 23 ár brjóti í bága við inn­tak samn­inga­leiðar." Og enn­frem­ur: „Miklu skipt­ir hvort nýt­ing­ar­rétt­ur­inn er tíma­bund­inn eða var­an­leg­ur og eykst skil­virkn­in eft­ir því sem rétt­ur­inn nær til lengri tíma. Þessi áhrif spila hins veg­ar sam­an við lík­ur á end­ur­nýj­un tíma­bund­ins nýt­inga­rétt­ar."

Í grein­ar­gerðinni seg­ir um hækk­un auðlinda­gjalds: „Sér­fræðihóp­ur­inn tel­ur að til­lög­ur frum­varps­ins um gjald­töku séu inn­an hóf­legra marka ef litið er til auðlindar­entu eins og um nýja ónumda auðlind væri að ræða. Á hinn bóg­inn eru áhrif henn­ar á rekst­ur ein­stakra fyr­ir­tækja mun nei­kvæðari."   
Þar seg­ir einnig:

„Sér­fræðihóp­ur­inn vill und­ir­strika að ekki sé hægt að horfa á gjald­tök­una í af­mörkuðu til­liti. Gjald­tak­an verður að vera í sam­ræmi við aðra þætti um­gj­arðar fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins. Ef vegið er að mögu­leik­um til hagræðing­ar og lang­tíma­hag­kvæmni mun það skerða um­fang auðlindar­ent­unn­ar og draga úr getu út­gerðar­inn­ar til að standa und­ir gjald­tök­unni. Þannig er gjald­tak­an ein­ung­is hóf­leg sé hún skoðuð ein og sér. Í sam­hengi við aðrar til­lög­ur frum­varps­ins get­ur hún hins veg­ar ekki tal­ist það."

Ekki er vikið að því í grein­ar­gerðinni að stærst­ur hluti tekna sjáv­ar­út­vegs­ins renn­ur nú þegar með bein­um og óbein­um hætti til rík­is­ins í gegn­um skatt­kerfið, seg­ir enn frem­ur á vef LÍÚ.

Um tak­mark­an­ir á framsali og al­gjörtu banni þess eft­ir 15 ár seg­ir: „Í frum­varp­inu er vegið mjög að framsali afla­heim­ilda. Al­menn samstaða er meðal sér­fræðinga í auðlinda­hag­fræði að viðskipti með afla­heim­ild­ir skipti miklu máli um hag­kvæmni í sjáv­ar­út­vegi. Reynsla af framsali renn­ir einnig mjög stoðum und­ir þessa skoðun. Viðskipti með afla­heim­ild­ir grisja úr þá aðila sem síður standa sig í veiðum og hleypa þeim að sem standa bet­ur að vígi. Sér­fræðihóp­ur­inn mæl­ir því ein­dregið gegn slík­um tak­mörk­un­um."

Í grein­ar­gerðinni seg­ir um hug­mynd­ir að banna veðsetn­ingu afla­heim­ilda: „Sér­fræðihóp­ur­inn tel­ur bann við veðsetn­ingu óráðlegt" og síðar í um­fjöll­un sinni: „Miðað við nú­ver­andi aðstæður er verðmæti afla­hlut­deilda það mikið og það stór hluti af heild­ar­fjárbind­ingu í út­gerð að það yrði mjög mikið óhagræði af því að meina fyr­ir­tækj­un­um að veðsetja afla­heim­ild­ir. Þetta bann jafn­gild­ir því að hækka eig­in­fjár­kröfu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja langt upp fyr­ir það sem eðli­legt er talið í öðrum grein­um. Í því felst um­tals­verð skatt­lagn­ing á fyr­ir­tæki í grein­inni um­fram það sem aðrir þætt­ir frum­varps­ins kveða á um og um­fram skatt­lagn­ingu á önn­ur fyr­ir­tæki al­mennt."


Um strand­veiðar seg­ir í grein­ar­gerðinni: „Strand­veiðar eru í eðli sínu ólymp­ísk­ar veiðar en reynsla af slík­um veiðum, hér á landi sem og ann­ars staðar, er mjög á einn veg. Þær leiða til kapp­hlaups um afla sem hækk­ar sókn­ar­kostnað, lækk­ar verðmæti afla og hvetja til brott­kasts meðafla. Sér­fræðihóp­ur­inn tel­ur mik­il­vægt að stjórn­völd séu sér meðvituð um þessa hættu og þann kostnað sem þess­um veiðum mun fylgja. Jafn­framt legg­ur sér­fræðihóp­ur­inn á það áherslu að strand­veiðar greiði sama auðlinda­gjald og aðrar veiðar svo koma megi í veg fyr­ir að allri auðlindar­entu í þeim sé sóað."

Um byggðakvóta seg­ir í grein­ar­gerðinni: „Sér­fræðihóp­ur­inn tel­ur að byggðakvóta sé út­hlutað of seint og til of skamms tíma til að lík­legt sé að hann hafa veru­leg já­kvæð áhrif á stöðug­leika efna­hags­lífs á lands­byggðinni. Jafn­framt bjóða regl­ur um út­hlut­un heim hætt­unni á rentu­sókn. Gegn­særra og far­sælla væri að styðja byggðarlög í vanda með fjár­fram­lög­um sem þau geta varið til þeirra verk­efna sem þau telja brýn­ust, s.s. lang­tíma­upp­bygg­ing­ar at­vinnu­starf­semi."

Í grein­ar­gerðinni er bent á að tak­mark­an­ir á framsali afla­heim­ilda muni gera nýliðun erfiða í afla­marks­kerf­inu. Bann við veðsetn­ingu afla­heim­ilda geri fjár­mögn­un dýra og erfiða. Þá er bent á að skamm­tíma­hugs­un við út­hlut­un leigu­kvóta skapi óvissu. „Fáar fjár­mála­stofn­an­ir eru til­bún­ar að lána fyr­ir­tækj­um sem búa við full­komna óvissu um veltu," seg­ir orðrétt í grein­ar­gerðinni og einnig: „Að þessu leyti er frum­varpið bein­lín­is fjand­sam­legt nýliðum."

Í loka­máls­grein inn­gans að grein­ar­gerðinni hvet­ur sér­fræðihóp­ur­inn til vandaðra vinnu­bragða: „Að síðustu vill sér­fræðihóp­ur­inn benda á þau nei­kvæðu áhrif sem ósætti og deil­ur um fyr­ir­komu­lag fisk­veiðistjórn­un­ar hafa á rekstr­ar­skil­yrði út­gerðar­inn­ar, áhuga á fjár­fest­ing­um í grein­inni og nýliðun. Útgerð er áhættu­söm at­vinnu­grein. Óvissa um þróun stofn­stærða, skil­yrði til veiða og ástand á mörkuðum er mik­il. Ofan á þessa óvissu bæt­ist síðan póli­tísk óvissa um framtíð fisk­veiðistjórn­un­ar. Mik­il­vægt er að þær breyt­ing­ar sem nú standa fyr­ir dyr­um séu vandaðar í hví­vetna svo tryggja megi sjáv­ar­út­vegn­um stöðuga um­gjörð sem er for­senda hag­kvæmr­ar lang­tíma­nýt­ing­ar auðlinda sjáv­ar."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert