Menningarsetur á Hrafnseyri

Hrafnseyri
Hrafnseyri mbl.is/Jim Smart

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, greindi frá því í hátíðarræðu sinn á Hrafnseyri við Arnarfjörð í dag að ákveðið hafi verið að stofna menningarsetur um Jón Sigurðsson á Hrafnseyri, fæðingarstað hans.

Að sögn Jóhönnu verður lögð fram þingsályktunartillaga þar að lútandi á Alþingi og stendur til að menningarsetrið taki við staðnum af Hrafnseyrarnefnd þann 1. janúar næstkomandi.

Talsverður mannfjöldi er á Hrafnseyri en kalt er í veðri að sögn blaðamanns Morgunblaðsins sem er á staðnum.

Í dag, á þjóðhátíðardeginum 17. júní, eru 200 ár  liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Af því tilefni verða hátíðarhöldin á fæðingarstað Jóns, vestur á Hrafnseyri, veglegri en nokkru sinni fyrr.

Frá hátíðardagskránni að Hrafnseyri
Frá hátíðardagskránni að Hrafnseyri mbl.is/Helgi Bjarnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert