Óvenju fámennt á tónleikum

Ekki voru margir á Arnarhóli í kvöld að hlýða á …
Ekki voru margir á Arnarhóli í kvöld að hlýða á tónleika sem þar voru haldnir mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Allt hefur farið vel fram í miðborginni í kvöld en tónleikar voru haldnir bæði á Ingólfstorgi og Arnarhól. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og gestum á tónleikunum eru mjög fáir í miðborginni og telur lögregla að tónleikagestir hafi verið allt að 40% færri en venjulega að kvöldi þjóðhátíðar.

Talsverður fjöldi unglinga er í miðborginni en lögregla er með talsvert eftirlit með þjóðhátíðargestum. 

Engin alvarleg óhöpp hafa komið upp, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en tveir gista fangageymslur þar sem þeir sofa úr sér vímuna.

Fjölbreytt dagskrá var í Reykjavík annars staðar á landinu í dag en þess er minnst í dag að tvö hundruð ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. 

Á Arnarhóli í kvöld
Á Arnarhóli í kvöld mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
Bjartmar og bergrisarnir á tónleikum í miðbænum en tónleikum kvöldsins …
Bjartmar og bergrisarnir á tónleikum í miðbænum en tónleikum kvöldsins lauk klukkan 22. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert