Milljarða framúrkeyrsla

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

Útgjöld velferðarráðuneytisins stefna í að fara þrjá milljarða fram yfir fjárheimildir í ár. Þetta kemur fram í minnisblaði fjármálaráðuneytisins til fjárlaganefndar Alþingis og ríkisstjórnarinnar um stöðuna í ríkisfjármálum eftir fyrstu þrjá mánuði ársins.

Fram kemur í minnisblaðinu að staðan vegna umframútgjalda vegna sjúkratrygginga sé „alvarleg.“ Útgjöld vegna þeirra stefna í að verða tveimur milljörðum meiri en fjárlög gera ráð fyrir.

Auk þessa þarf ríkið að taka á sig tugmilljarða kostnað á þessu ári sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlögum, m.a. vegna kjarasamninga, meðgjafar vegna yfirtöku Landsbankans á SpKef, endurfjármögnunar Íbúðalánsjóðs og vegna annarra nýsamþykktra frumvarpa. Ljóst er að til verulegs niðurskurðar þarf að koma eigi markmið fjárlaga um 35 milljarða króna halla að nást. Það sama gildir um langtímamarkmið efnahagsáætlunarinnar um að afgangur verði á fjárlögum árið 2013.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kristján Þór Júlíusson, þingmaður í fjárlaganefnd, stefnuleysið í ríkisfjármálum algjört og áætlun stjórnvalda til ársins 2013 sé öll að ganga úr skorðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert