Þinglýsa eignarhaldi á Dyrhólaey

Deilt hefur verið um eignarhald á Dyrhólaey.
Deilt hefur verið um eignarhald á Dyrhólaey. mbl.is/RAX

Sveit­ar­stjórn Mýr­dals­hrepps hyggst fela sveit­ar­stjóra í sam­starfi við lög­mann sveit­ar­fé­lags­ins og aðra land­eig­end­ur að ganga frá þing­lýs­ingu á eign­ar­haldi sveit­ar­fé­lags­ins á Dyr­hóla­ey. Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð sveit­ar­stjórn­ar Mýr­dals­hrepps frá 15. júní. síðastliðnum.

Ákvörðunin var fyrst samþykkt á fundi sveit­ar­stjórn­ar í fe­brú­ar síðastliðnum en var mót­mælt af hálfu lög­manna eig­enda Vest­ur­húsaj­arða. Héldu þeir því fram að til væru gögn sem gengu þvert á lög­fræðilegt álit um að Dyr­hóla­ey til­heyrði Aust­ur­hús­um, þær jarðir sem eiga Dyr­hóla­ey ásamt Mýr­dals­hreppi.

Í fund­ar­gerð kem­ur fram að farið var yfir málið á ný með til­liti til um­ræddra gagna. Var niðurstaða lög­fræðinga sú að gögn­in breyttu engu um hið fyrra álit.

Því samþykkti sveit­ar­stjórn Mýr­dals­hrepps á ný að ganga frá þing­lýs­ingu á eign­ar­haldi sveit­ar­fé­lags­ins á Dyr­hóla­ey.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka