Umferðaróhapp í Mývatnssveit

Um­ferðaró­happ varð við jarðböðin í Mý­vatns­sveit fyrr í dag þegar bif­hjóla­maður missti stjórn á bif­hjóli með þeim af­leiðing­um að það fór út af vegi.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Húsa­vík var bif­hjóla­maður­inn með fulla meðvit­und eft­ir slysið en ekki var vitað hvort meiðsli væru al­var­leg. Bif­hjólið gæti hafa lask­ast en ekki er vitað hve tjón er mikið.

Svo virt­ist sem hjólið hefði runnið til í bleytu.

Að öðru leyti hef­ur dag­ur­inn verið ró­leg­ur að sögn lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert