Umferðaróhapp í Mývatnssveit

Umferðaróhapp varð við jarðböðin í Mývatnssveit fyrr í dag þegar bifhjólamaður missti stjórn á bifhjóli með þeim afleiðingum að það fór út af vegi.

Að sögn lögreglunnar á Húsavík var bifhjólamaðurinn með fulla meðvitund eftir slysið en ekki var vitað hvort meiðsli væru alvarleg. Bifhjólið gæti hafa laskast en ekki er vitað hve tjón er mikið.

Svo virtist sem hjólið hefði runnið til í bleytu.

Að öðru leyti hefur dagurinn verið rólegur að sögn lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert