Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vonast til þess að Besti flokkurinn bjóði fram í næstu þingkosningum. Þetta kemur fram í frétt á vef Guardian í dag þar sem fjallað er ítarlega um Besta flokkinn.
Segir Guðfríður Lilja að það þurfi einhverja til þess að hrista upp í kerfinu þar sem það sé svo spillt. Hver veit hvort þessi tilraun gengur upp en að minnsta kosti er von um breytingar á Íslandi. Án þessa flokks verður engin breyting.
Rætt er við Jón Gnarr og Einar Örn í viðtalinu auk Kjartans Magnússonar og Evu Einarsdóttur þar sem farið er yfir upphaf Besta flokksins og hvernig Jón Gnarr upplifir að vera borgarstjóri Reykjavíkur.
Hér er hægt að lesa viðtalið í heild