Stjórnarþingmaður vill Besta flokkinn á þing

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir mbl.is/Eyþór

Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, von­ast til þess að Besti flokk­ur­inn bjóði fram í næstu þing­kosn­ing­um. Þetta kem­ur fram í frétt á vef Guar­di­an í dag þar sem fjallað er ít­ar­lega um Besta flokk­inn.

Seg­ir Guðfríður Lilja að það þurfi ein­hverja til þess að hrista upp í kerf­inu þar sem það sé svo spillt. Hver veit hvort þessi til­raun geng­ur upp en að minnsta kosti er von um breyt­ing­ar á Íslandi. Án þessa flokks verður eng­in breyt­ing.

Rætt er við Jón Gn­arr og Ein­ar Örn í viðtal­inu auk Kjart­ans Magnús­son­ar og Evu Ein­ars­dótt­ur þar sem farið er yfir upp­haf Besta flokks­ins og hvernig Jón Gn­arr upp­lif­ir að vera borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur.

Hér er hægt að lesa viðtalið í heild

Jón Gnarr
Jón Gn­arr mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert