Engin niðurstaða fékkst á sáttafundi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair sem haldinn var í dag í húsnæði ríkissáttasemjara í milli klukkan 10:00 og 14:00.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti fundur verður haldinn en hann mun fara fram á næstu tveimur dögum.
Yfirgnæfandi meirihluti flugmanna Icelandair samþykkti í gær að boða til yfirvinnubanns þann 24. júní næstkomandi.