Hópur fólks kom saman á Ingólfstorgi í dag klukkan 14:00 til að syngja nokkur „kreppulög“ og fleiri viðeigandi lög. Markmið þeirra var að sýna samstöðu með mótmælunum í Evrópu. Þetta er fimmti sunnudagurinn sem Evrópubúar safnast saman á götum og torgum í borgum og bæjum víðs vegar um heimsálfuna.
Í tilkynningu frá hópnum sagði að meginkrafa evrópsku mótmælanna væri raunverulegt lýðræði núna en mótmælin beinist fyrst og fremst gegn því að stjórnmála- og bankamenn skuli fara með almenning eins og verslunarvöru. Í dag beindist áherslan að samningi sem verður undirritaður á ráðherrafundi ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins þann 27. júní n.k.