Mikil ölvun á Akureyri

Bíladagar eru alltaf haldir um miðjan júní á Akureyri
Bíladagar eru alltaf haldir um miðjan júní á Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt og að sögn varðstjóra fór ekki að róast fyrr en um sexleytið í morgun. Mikið var um ölvun og einhverjar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu. Engin þeirra meiriháttar.

Allar fangageymslur voru fullar á Akureyri en þær eru átta talsins. Einhverjir fangaklefar voru tvísettir vegna ástandsins.

Tveir voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Akureyri.

Bíladagar eru haldnir á Akureyri um helgina og talsvert af fólki í bænum. Hins vegar eru ekki nema 50-60 tjöld á tjaldstæði sem Bílaklúbbur Akureyrar er með á leiðinni upp á skíðahótel í Hlíðarfjalli. Á tjaldstæðinu að Hömrum eru einungis nokkur tjöld og þar er aðallega fjölskyldufólk. Tjaldstæðið við Þórunnarstræti er hins vegar lokað. 

Að sögn lögreglu var eitthvað um það á föstudag að fólk reyndi að tjalda á opnum svæðum í bænum en ekkert slíkt var í gangi í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert