Syngja til að mótmæla

Mikil mótmæli hafa verið á Spáni síðustu daga.
Mikil mótmæli hafa verið á Spáni síðustu daga. Reuters

Boðað er til söng­mót­mæla á Ing­ólf­s­torgi kl. 14.00 í dag þar sem sung­in verða nokk­ur kreppu­lög og fleiri viðeig­andi.

Í frétta­til­kynn­ingu frá skipu­leggj­end­um mót­mæl­anna seg­ir að til­efnið sé ekki síst samstaða með mót­mæl­un­um í Evr­ópu en í dag er fimmti sunnu­dag­ur­inn sem Evr­ópu­bú­ar safn­ast sam­an á göt­um og torg­um í borg­um víða í Evr­ópu.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að evr­ópsku mót­mæl­in bein­ist fyrst og fremst gegn því að stjórn­mála- og banka­menn skuli fara með al­menn­ing eins og versl­un­ar­vöru.

Sunnu­dag­inn 19. júní bein­ist áhersl­an að samn­ingi sem verður und­ir­ritaður á ráðherra­fundi ríkjaráðstefnu Evr­ópu­sam­bands­ins þann 27. júní næst­kom­andi en samn­ing­ur­inn lýt­ur að björg­un­araðgerðum til að mæta efna­hagskreppu Spán­verja. Vilja skipu­legg­end­ur benda á að um­rædd­ar björg­un­araðgerðir eru ná­skyld­ar þeim sem fylgdu aðgerðaráætl­un sem rík­is­stjórn Íslands und­ir­gekkst í samn­ing­um sín­um við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.

Þá er í til­kynn­ing­unni vak­in at­hygli á því að á fram­an­greind­um ráðherra­fundi hefjast einnig form­leg­ar aðild­ar­viðræður Íslands við Evr­ópu­sam­bandið. Það er því marg­föld ástæða til að sam­ein­ast niður á Ing­ólf­s­torgi á morg­un, en Evr­ópu­sam­bandið á skrif­stof­ur sem snúa út að torg­inu, og syngja fyr­ir mann­frelsi á kven­frels­is­dag­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert