Um 4000 manns mættu á völlinn

Sigursteinn Gíslason ásamt fjölskyldu sinni.
Sigursteinn Gíslason ásamt fjölskyldu sinni. mbl.is/Kristinn

Talið er að um 4000 manns hafi mætt á „Meist­ara­leik Steina Gísla“ á Akra­nesi í gær. Um var að ræða fjár­öfl­un til stuðnings Sig­ur­steini Gísla­syni og fjöl­skyldu hans en Sig­ur­steinn glím­ir nú við erfitt krabba­mein eft­ir af­burðaíþrótta­fer­il.

Það voru vin­ir Sig­ur­steins sem skipu­lögðu leik­inn en á vell­in­um mætt­ust sam­herj­ar Sig­ur­steins úr meist­araliðum ÍA og KR. Að sögn áhorf­anda var góð stemmn­ing á vell­in­um þar sem gaml­ir and­stæðing­ar lögðust á eitt fyr­ir gott mál­efni.

Leik­ur­inn fór 2-2 en marg­ar kemp­urn­ar mættu til leiks í góðu veðri.

Eins og fyrr sagði rann all­ur ágóði af seld­um miðum til fjár­öfl­un­ar fyr­ir Sig­ur­stein og fjöl­skyldu hans en dæmi voru um að fólk keypti fleiri aðgöngumiða til að styrkja söfn­un­ina auka­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert