47 milljónir hjálpa mikið

mbl.is/Ómar

Björn Zoëga, forstjóri Landsspítalans, segir að eðlileg endurnýjun tækjabúnaðar á spítalanum gangi enn erfiðlega. „Þó fengum við nýlega hjálp í þessum efnum þegar framlag frá Minningargjafasjóði Landspítala, uppá  47 milljónir, var afhent í síðustu viku,“ segir Björn.

„Það framlag hjálpar okkur ótrúlega mikið og það gera líka gjafirnar allar sem spítalanum berast,“ segir hann ennfremur í pistli sem birtur er á vef spítalans.

Þá segir hann að lokanir vegna sumarleyfa séu að byrja. Hann segir að þær séu ekki meiri en áður.

„Það er þó ljóst að mikið verður að gera hjá þeim sem ekki loka og bætist ofan á álag sem hefur verið allt vorið.

Rekstur spítalans er sem betur fer áfram innan fjárlaga eftir fyrstu fimm mánuði ársins. Þetta hefur bara gengið með þrotlausri og ábyrgðarfullri vinnu allra starfsmanna,“ segir Björn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert