Pétur ræðukóngur Alþingis í fjórða skiptið í röð

Pétur H. Blöndal alþingismaður.
Pétur H. Blöndal alþingismaður. mbl.is/Ómar

Pét­ur H. Blön­dal, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, var ræðukóng­ur á ný­af­stöðnu Alþingi. Þetta er fjórða þingið í röð sem Pét­ur hamp­ar titl­in­um.

Hann talaði sam­tals í 1.684 mín­út­ur eða 28 klst., flutti 159 þing­ræður og gerði 504 at­huga­semd­ir við ræður annarra.

Næst­ur hon­um kem­ur flokks­bróðir hans, Ásbjörn Ótt­ars­son, sem talaði sam­tals í 1.360 mín­út­ur eða í yfir 22 klst. Sex sjálf­stæðis­menn eru lista yfir þá tíu þing­menn og ráðherra sem töluðu mest á nýliðnu þingi.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra talaði mest stjórn­ar­liða og verm­ir 5. sætið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert