Pétur ræðukóngur Alþingis í fjórða skiptið í röð

Pétur H. Blöndal alþingismaður.
Pétur H. Blöndal alþingismaður. mbl.is/Ómar

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ræðukóngur á nýafstöðnu Alþingi. Þetta er fjórða þingið í röð sem Pétur hampar titlinum.

Hann talaði samtals í 1.684 mínútur eða 28 klst., flutti 159 þingræður og gerði 504 athugasemdir við ræður annarra.

Næstur honum kemur flokksbróðir hans, Ásbjörn Óttarsson, sem talaði samtals í 1.360 mínútur eða í yfir 22 klst. Sex sjálfstæðismenn eru lista yfir þá tíu þingmenn og ráðherra sem töluðu mest á nýliðnu þingi.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra talaði mest stjórnarliða og vermir 5. sætið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert